Fréttir

Google apps fyrir skóla

 
Mynd af Logi Guðmundsson
Google apps fyrir skóla
Höfundur Logi Guðmundsson - miðvikudagur, 26. nóvember 2014, 12:39 eh
 

 

Núna í haust hefur verið unnið að því að innleiða google apps for education í skólastarfið í Salaskóla. Fyrst var byrjað á að kynna þetta fyrir bekkjunum í unglingadeild en stefnt er að því að miðstigið bætist við fljótlega. Með þessu móti fá allir nemendur aðgang að ókeypis skrifstofuhugbúnaði, tölvupósti og gagnageymslu í Google Drive. Með þessum tólum geta nemendur nálgast gögnin sín hvar sem þeir eru svo lengi sem þeir eru tengdir við netið. Að auki þá mun þetta bjóða upp á skemmtilega möguleika í samvinnu milli nemenda. 

Nemendur hafa nú fengið netföngin sín og google apps aðganga afhenta og eru margir farnir að nýta þá í skólastarfinu nú þegar. Til að skrá sig inn á tölvupóstinn er hægt að smella hér.

Þeir sem ekki muna netfangið sitt eða lykilorðið geta nálgast það hjá umsjónarkennara eða Loga.