Fréttir

  Mynd af Logi Guðmundsson
  Skólaöpp
  Höfundur Logi Guðmundsson - þriðjudagur, 16. desember 2014, 3:40 eh
   

  Hér á Námsvef Salaskóla er komin upp lítil síða þar sem við söfnum saman tenglum á þau öpp sem við erum að nota í verkefnum eða gagnast nemendum í skólanum. Eins og er þá eru bara komin inn öpp fyrir Android og iPad eða iPhone en vonumst til að bæta við öppum fyrir þá sem eru með Windows síma eða spjöld fljótlega. Hægt er að fara inn á síðuna með því að smella hér eða finna síðuna Skólaöpp í stiklunni hér til hægri.

   
  Mynd af Logi Guðmundsson
  Google apps fyrir skóla
  Höfundur Logi Guðmundsson - miðvikudagur, 26. nóvember 2014, 12:39 eh
   

   

  Núna í haust hefur verið unnið að því að innleiða google apps for education í skólastarfið í Salaskóla. Fyrst var byrjað á að kynna þetta fyrir bekkjunum í unglingadeild en stefnt er að því að miðstigið bætist við fljótlega. Með þessu móti fá allir nemendur aðgang að ókeypis ...

  Lesa meira
  (138 orð)
   
  Mynd af Logi Guðmundsson
  Vinnustöðvun kennara og námsvefurinn
  Höfundur Logi Guðmundsson - miðvikudagur, 14. maí 2014, 8:58 eh
   

  Eins og vart hefur farið fram hjá nemendum og foreldrum þá hafa kennarar boðað til vinnustöðvunar nú á vordögum ef ekki næst að semja um nýjan karasamning við sveitarfélögin. Komi til vinnustöðvunar mun Námsvefur Salaskóla vera lokaður á meðan vinnustöðvun stendur yfir.